V E I T I N G A S T A Ð I R

 V E I T I N G A S T A Ð I R

Grandi Mathöll er frumkvöðull í að bjóða upp á alvöru götubita í Reykjavík.
Engan annan slíkan stað er að finna á Íslandi. Mathöllin er staðsett í gamalli fisk verksmiðju á Granda við gömlu höfnina í miðbæ Reykjavíkur.
Gestir geta notið þess að upplifa höfnina þar sem bátar landa að bryggju og aflinn gæti jafnvel endað á þínum disk.
Grandi Mathöll býður upp á 8 götubita staði með fisk og kjöt réttum á boðstólnum þar sem maturinn er handunninn.
Götu fæði frá Víetnam og Kóreu, ný uppskera af grænmeti, rjúkandi kaffi og aðrir drykkir er aðeins brot af úrvalinu.
Alltaf ferskt, freistandi og á frábærum verðum. Komdu og njóttu þín í fjölbreytni matar og drykkja sem í boði eru.


Kynntu þér sölustaði götubita hér að neðan og láttu það eftir þér að smakka
gómsætar gersemar og kanna leyndardóma ljúffengs matar okkar.

Grandi Mathöll er frumkvöðull í að bjóða upp á alvöru götu fæði í Reykjavík.  Engan annan slíkan stað er að finna á Íslandi. Mathöllin er staðsett í endurunninni fisk verksmiðju á hafnar svæði Granda í miðbæ Reykjavíkur. Gestir geta notið þess að upplifa höfnina þar sem bátar landa að bryggju og aflinn gæti jafnvel endað á þínum disk. Grandi Mathöll býður upp á 9 götufæði bása með fisk og kjöt réttum á boðstólnum þar sem maturinn er hand unninn. Götufæði frá Víetnam og Kóreu, ný uppskera af grænmeti, rjúkandi kaffi og aðrir drykkir er aðeins brot af úrvalinu.  Alltaf ferskt og freistandi á frábærum verðum. Komdu og njóttu þín í fjölbreytni matar og drykkja á boðstólnum.

Kynntu þér sölubása götufæðis hér að neðan og láttu það eftir þér að smakka gómsætar gersemar kanna leyndardóma ljúffengs matar okkar.

_fjarhusid_

F J Á R H Ú S I Ð

F J Á R H Ú S I Ð

logo_fjarhusid

Fjárhúsið sérhæfir sig í íslensku lambakjöti, en einnig er lögð áhersla á tvíreykt hangikjöt af forystufé frá Þistilfirði á matseðlinum. Fjárhúsið leggur mikla áherslu á íslenskt hráefni, Það á ekki bara við um lambakjötið heldur líka íslenska grænmetið og fleira sem við sækjum úr íslenskri náttúru. Okkur finnst mikilvægt að geta sagt viðskiptavinum okkar hvaðan hráefnið kemur og söguna á bak við nýtingu og vinnslu mismunandi innihaldsefna. Um hið litla kolefnisfótspor, íslensku náttúruna og af íslenska lindarvatninu sem er einstakt. Íslenska lambakjötið hefur mikla sérstöðu í samanburði við annað kjöt þegar kemur að hreinleika, dýrin ganga frjáls og eru ekki verksmiðjualin. Þetta allt skiptir svo miklu máli þegar á diskinn er komið.

Fjárhúsið sérhæfir sig í íslensku lambakjöti, einnig er tvíreykt hangikjöt af forystufé frá Þistilfirði á matseðlinu. Fjárhúsið leggur mikla áherslu á að hafa allt hráefni íslenskt eins og hægt er, ekki bara lambakjöt – líka íslenskt grænmeti og allt úr nærumhverfinu.  Okkur finnst mikilvægt að geta sagt viðskiptavinum okkar hvaðan hráefnið kemur og að það hafi sögu, kolefnisfótsporin, íslenska náttúran og íslenska lindarvatnið sem er einstakt. Íslenska lambakjötið hefur mikla sérstöðu yfir annað kjöt þegar kemur  að hreinleika, dýrin ganga frjáls og eru ekki verksmiðjualin.

https://www.facebook.com/sheephouse
info@sheephouse.is

_fusion_fish_chips

F U S I O N   F I S H  &  C H I P S

F U S I O N   F I S H 
&  C H I P S

Fusion_Logo

Fiskur & franskar er klassískur réttur sem er okkur afar hugleikinn. Í grunninn er rétturinn fusion, bræðingur eða blanda af mismunandi matarhefðum, en heimildir eru til um þennan rétt allt frá miðri 18.öld á Bretlandseyjum. Hugmyndafræðin á bak við Fusion Fish & Chips er að reiða fram klassískan rétt með nýrri nálgun. Nálgunin verður að mestu leyti undir norrænum og japönskum áhrifum og tilraunakennd á köflum enda ekkert meitlað í stein þegar kemur að því að þróa þennan vinsæla rétt. Okkar aðal hráefni er það besta sem völ er á í fisk & franskar, nefnilega íslenski þorskurinn. Okkar þorskur er veiddur og unnin af fjölskyldunni og er hráefnið því 100% rekjanlegt.

Fiskur & franskar eru okkur hugleikinn og í grunnin er rétturinn samþættingur eða fusion af mismunandi matarhefðum,og ná heimildir aftur á miðja 18.öld á Bretlandseyjum. Hugmyndafræðin á bak við Fusion Fish & Chips er að reiða fram klassískan rétt með nýrri nálgun. Nálgunin verður nánast tilraunakennd á köflum og að mestu leiti undir norrænum og japönskum áhrifum en þó verður ekkert meitlað í stein. Okkar aðal hráefni er það besta sem völ er á í fisk & franskar,nefnilega Íslenski Þorskurinn. Okkar þorskur er veiddur og unnin af fjölskyldunni og er hráefnið því með 100% rekjanleika.

www.fusionfishandchips.is
https://www.facebook.com/fusionfishandchips
https://www.instagram.com/fusionfishandchips
Snapchat : reykjavikfusion
info@fusionfishandchips.is

www.fusionfishandchips.is
https://www.facebook.com/fusionfishandchips
https://www.instagram.com/fusionfishandchips
Snapchat : reykjavikfusion
info@fusionfishandchips.is

_ko.re_1

K O R E

K O R E

cleankorered1

Litla Kórea Íslands segir 안녕하세요 og HALLÓ HALLÓ! 
Snargrjónaða gleðin, kryddsterku laglínurnar og brösuðu nótnastigarnir hafa eignast rjúkandi heimili á Granda. Götueldhús með bæði Gangnamstæla og Reykjavíkurnotó. Hér sameinast ekki bara Kóreuskaginn, líka Kórea og Skaginn, skyndibitar og stífdrykkja, kóreskt TaKo frá Borg englanna, djúpsteiktur kjúlli Nýju Jór víkur og Soja vín frá móðurlandinu. Við spörum síðan ekki neitt í Kimchi, okkar "Jæja Kimchi" er frá íslensk-kóreska undrinu Hye Joung Park... hún er í fimmta, aldrei í "Park". Lifum hratt og meir, étum hratt og oftar.

Grandi Mathöll hýsir KORE

KORE hýsir þig.

KPop goes the weasel. Old Boy don´t fuccAround.Litla Kórea Íslands segir 안녕하세요 og HALLÓ HALLÓ!
Snargrjónaða gleðin, kryddsterku laglínurnar og brösuðu nótnastigarnir hafa eignast rjúkandi heimili á Granda. Götueldhús með bæði Gangnamstæla og Reykjavíkurnotó. Hér sameinast ekki bara Kóreuskaginn, líka Kórea og Skaginn, skyndibitar og stífdrykkja, kóreskt TaKo frá Borg englanna, djúpsteiktur kjúlli Nýju Jórvíkur og Soju vín frá móðurlandinu. Við spörum síðan ekki neitt í Kimchi, okkar "Jæja Kimchi" er frá íslensk-kóreska undrinu Hye Joung Park... hún er í fimmta, aldrei í "Park". Lifum hratt og meir, étum hratt og oftar.

Grandi Mathöll hýsir KORE. 

KORE hýsir þig.

KPop goes the weasel. Old Boy don´t fuccAround.

_ko-re_logo

kore@kore.is
https://www.instagram.com/korervk/
https://www.facebook.com/korervk/

kore@kore.is
https://www.instagram.com/korervk/
https://www.facebook.com/korervk/

_lax

L A X

LAX_logo_Svart

Æskuvinkonurnar Dagbjört, Inga og Sirrý ákváðu að hleypa smá lúxus inn í daglegt líf og matarmenningu okkar. Þeim fannst tímabært að á Íslandi væri staður sem sérhæfir sig í þeirri frábæru tvennu sem er freyðivín og sjávarréttir. Laxinn er í aðalhlutverki; grafinn, reyktur og grillaður en einnig verða í boði aðrir heitir og kaldir sjávarréttir eftir árstíðum. Það ferskasta hverju sinni.  Með sjávarfanginu er boðið upp á ýmis freyðivín, þar á meðal dýrindis ítalskt freyðivín sem í fyrsta sinn á Íslandi fæst á krana.

Æskuvinkonurnar Dagbjört, Inga og Sirrý ákváðu að hleypa smá lúxus inn í daglegt líf og matarmenningu okkar. Þeim fannst tímabært að á Íslandi væri staður sem sérhæfi sig í þeirri frábæru tvennu sem er freyðivín og sjávarréttir. Laxinn er í aðalhlutverki; grafinn, reyktur og grillaður en einnig verða í boði aðrir heitir og kaldir sjávarréttir eftir árstíðum og því ferskasta hverju sinni.  Með sjávarfanginu er boðið upp á ýmis freyðivín, þar á meðal dýrindis ítalskt freyðivín sem í fyrsta sinn á Íslandi fæst á krana.

www.laxogbubblur.is
https://www.facebook.com/laxogbubblur
info@laxogbubblur.is

www.laxogbubblur.is
https://www.facebook.com/laxogbubblur
info@laxogbubblur.is

.

Pop-up vagn verður staðsettur í Granda Mathöll. Með pop-up vagni gefst frumkvöðlum tækifæri til að prófa rétti sína og veitingaþjónustu án þess að þurfa að leggja í umtalsverðan kostnað við upssetningu veitingastaðar.  Hver veitingamaður fær 1-2 mánuði til umráða en svo skiptum við út og fáum reglulega nýja veitingamenn sem fá að prófa. Sé reynsla frumkvöðuls í pop-up vagninum góð opnast síðan mögulega tækifæri til að stækka og efla starfsemi sína. Við trúum því að með því að opna tækifæri af þessu tagi fyrir matarfrumkvöðla sé hægt að efla nýjungar í götumat á Íslandi. Matarauður Íslands er samstarfsaðili okkar í pop-up vagninum en með samstarfinu er ætlunin að bjóða frumkvöðlum að spreyta sig á íslensku hráefni og/eða matarhefð.

SKJALDBAKAN OPNAR

S K J A L D B A K A N

M I C R O   R O A S T 
- V Í N B A R

Skjaldbakan býður upp á pizzur með ketó- eða súrdeigsbotni og úrvali af ljúffengu áleggi ásamt ýmsum frískandi drykkjum og eðal kaffi.

Micro Roast - Vínbar er nýr staður sem Te&Kaffi hefur verið með í þróun undanfarin ár. Megin áhersla Micro Roast - Vínbar er að bjóða eingöngu uppá sérvalið kaffi undir nanfninu Micro Roast ásamt náttúruvínum frá litlum og vönduðum vínhúsum og hafa verið sérvalin af sérfræðingum Vínbarsins. Vínin koma, líkt og kaffið frá útvöldum svæðum sem sérstaklega hafa verið valin vegna gæða og eiginleika þess. Allir helstu kaffidrykkir verða í boði ásamt hinum ýmsu uppáhelliaðferðum.

Vínbarinn mun einnig bjóða uppá úrval af bjór frá íslenskum örbrugghúsum. Þar verður lögð áhersla á að bjóða uppá tegundir af bjór sem oft eru ekki aðgengilegir annarsstaðar. Micro Roast – Vínbar er staður þar sem þú getur sest niður í fallegu umhverfi, smakkað hin ýmsu vín þar sem öll vín á barnum verða seld á glas og bjór sem þú hefur jafnvel ekki fengið áður.


www.teogkaffi.is
info@teogkaffi.is

CUBANOS

C U B A N O S

R A B B A R   B A R I N N

Kúbanskar samlokur og annað góðgæti

Rabbar Barinn hefur haft að leiðarljósi að bjóða upp á úrval af íslensku gæðahráefni á umhverfisvænan hátt. Á barnum kennir ýmissa grasa, eins og margir þekkja af erlendum bændamörkuðum og má þar meðal annars finna osta, grænmeti og kryddjurtir í lausasölu, pottaplöntur og afskorin blóm og síðast en ekki síst bragðgóðar veitingar; súpur, samlokur og safa. Eigandi fyrirtækisins, Bryndís Sveinsdóttir, er uppalin í Reykjavík og ættuð frá Flúðum þar sem föðurfjölskylda hennar ræktar íslenskt grænmeti í stórum stíl. Bryndís sótti háskólamenntun í nýsköpun og hönnun ásamt því að sinna ýmsum störfum innan matvælageirans á borð við ostasölu en þar segist hún hafa fundið ástríðu sína fyrir úrvals gourmet mat. Bryndísi þykir ísskápar tómir ef þar er ekki að finna nokkra góða osta til að gæða sér á og haft hefur verið eftir henni að líf án osta sé ,,eins og gin án tóniks“. Sköpunargleði Bryndísar leynir sér ekki ef litið er inn á Rabbar Barinn en þar hefur hún hannað innréttingu staðarins, meðal annars úr vörubrettum. Staðirnir eru byggðir með aðstoð fjölskyldunnar, þar sem gamlir hlutir á borð við vigt frá ömmu sinni og borðplötu úr 300 ára gamalli eik fá að njóta sín.

_gastrotruck

T H E   G A S T R O   T R U C K

T H E   G A S T R O
T R U C K

_gastrotruck_01

The Gastro Truck bjóða upp á vandað götu­fæði sem á ensk­u myndi kall­ast "upp­er class street food". „Það þýðir í grunn­inn að verið er að bjóða upp á auðveld­an og aðgengi­leg­an mat þar sem mik­il natni er lögð í hrá­efnið og hafa viðtökurn­ar verið von­um fram­ar. Bíllinn hefur ekki verið með fasta staðsetningu eða opnunartíma og fundum við fljótlega að daglega eru sendar fyrirspurnir um hvar og hvenær sé næst opið. Nýir réttir verða á boðstólnum í Granda Mathöll sem munu ná sömu hæðum og gæðum og þeir réttir sem boðið hefur verið upp á í Gastro Truck hingað til.

The Gastro Truck bjóða upp á vandað götu­fæði sem á ensk­u myndi kall­ast "upp­er class street food". „Það þýðir í grunn­inn að verið er að bjóða upp á auðveld­an og aðgengi­leg­an mat þar sem mik­il natni er lögð í hrá­efnið og hafa viðtökurn­ar verið von­um fram­ar. Bíllinn hefur ekki verið með fasta staðsetningu eða opnunartíma og fundum við fljótlega að daglega eru sendar fyrirspurnir hvar og hvenær sé næst opið. Nýjir réttir verða á boðstólnum og sem munu ná sömu hæðum og gæðum.

.

V Í E T N A M

.

Víetnam býður upp á hágæða og litríka rétti með ferskum íslenskum hráefnum.


www.vietnam.is
info@vietnam.is

 

facebook-icon-white-on-black
instagram-icon-white-on-black

©   G R A N D I   M A T H Ö L L
Grandagarður 16
101 - Reykjavík
Iceland
Kennitala:650913 - 0350
VSK nr.: 115952

+354 577 6200
info@grandimatholl.is

Opnunartími veitingastaða
// Opening hours restaurants:
mán/mon - fim/thu: 11:00 - 21:00
fös/fri - sun: 11:00 - 22:00

Opnunartími Microroast - Vínbar
// Opening hours Microroast - Vínbar:
fim/thu - lau/sat: 11:00 - 23:00
mið/wed - sun: 11:00 - 22:00

Logo GM