TAKTU ÞÁTT Í ÞRÍÞRAUT SJÓMANNSINS!
Þríþraut sjómannsins verður haldin á höfninni á bak við Granda mathöll á Sjómannadaginn 1. júní 2025 kl. 16:00. Allir þátttakendur frá tvo kalda á krana að keppni lokinni ásamt því að verðlaun verða veitt fyrir 1., 2. og 3. sæti. Taktu þátt og sýndu hvað í þér býr!
Þrír eru í hverju liði og mun hvert lið leysa þrjár þrautir. Keppnin er fyrir konur og karla á aldrinum 18 til 106 ára og einu kröfurnar er að hafa verið eða vera á sjó.
SKRÁIÐ YKKUR HÉR
Contact Us
Frumkvöðlar í matargerð!
Á Granda mathöll hefur skapast einstök stemning en flestir veitingastaðanna eru í eigu kvenna, og fjórar af þeim konum eru íslenskar en af erlendu bergi brotnar. Bakgrunnur þeirra er mismunandi, sumar hafa verið hér í lengri tíma en aðrar eru nýlega fluttar til landsins. Allar eiga þær þó sameiginlegt að vera góðir kokkar, harðduglegar og óhræddar við að stíga út fyrir þægindarammann og takast á við áskoranir.
Sulu er frá Nepal og á og rekur Fjárhúsið á Granda Mathöll. Það er einhver einstök Nepölsk áhrif sem koma fram í íslenska lambinu hjá henni!
Ira á og rekur Eldhús Iru á Granda Mathöll. Hún býr til þá bestu Indónesísku rétti sem fást á Norðurslóðum.
Kamala er frá Nepal og á og rekur Annapurna. Allar frægu sósur hennar eru unnar samkvæmt Nepölskum hefðum. Alveg einstakt bragð!
Það er mikil vinna að vera fumkvöðull og þetta vita þær Augusta, Sulu, Ira og Kamala, en þær halda ótrauðar áfram með bros á vör. Næst þegar þú kemur á Granda Mathöll og pantar þér mat, þá getur þú allt eins gert ráð fyrir því að þú sért að tala við eiganda staðarins, frumkvöðulinn sjálfan, sem afgreiðir þig með bros á vör.