fbpx

Grandi Mathöll

Locales logo
OPNUNARTÍMI
sun - fim / sun - thu 11-21
fös - lau / fri - sat 11-22
Forgot your your password?

FISKMARKAÐURINN

Hér á árum áður var fiskverksmiðja í húsnæði Granda Mathallar við Grandabryggju. Til að minna á þessa skemmtilegu sögu höfum við sett upp Fiskmarkað á Granda.

Á Fiskmarkaðnum á Granda gefst gestum kostur á að sjá þegar ferskur fiskur, sem landað er við Grandabryggju, kemur inn á Fiskmarkað Íslands og fer þar á uppboð. Á virkum dögum kl. 13:00 fer uppboðið fram á netinu.

Gestir Mathallarinnar og Fiskmarkaðarins geta fræðst um hvernig Íslendingar búa til ýmsar vörur úr pörtum fisksins sem aðrar þjóðir henda. Þær vörur eru einnig til sýnis og sumar til sölu á Fiskmarkaði Granda. Svo geta gestir mátað íslenska sloppinn, sem notaður er í öllum fiskvinnsluhúsum á landinu, berja augum næstum spriklandi og nýveiddum fisk á markaðnum eða snæða hann í Mathöllinni.

Á Fiskmarkaðnum er sjálfsafgreiðslu verslun með frumkvöðla vörum úr Húsi Sjávarklasans. Velkomin að koma og skoða úrvalið og gera góð kaup.

Fiskmarkaðurinn á Granda er einnig viðburðar og veislumrými. Hægt er að leigja hann undir einkasamkvæmi, veislur og eða hverskyns viðburði. Vinsamlegast hafið samband til að fá upplýsingar um leigu á rýminu.